TILKYNNINGAR OG FRÓÐLEIKUR

23. janúar 2004

Forðumst fuglainflúensu !

Yfirdýralæknir hvetur ferðamenn til Asíu til að forðast snertingu við fiðurfénað. Í nokkrum löndum Asíu hefur fuglainflúensu orðið vart. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi veirusjúkdómur í fiðurfénaði. Sjúkdómurinn er banvænn fyrir fugla.

Fram til þessa hefur sjúkdómurinn greinst í Suður Kóreu, Japan, Víetnam, Taíwan og Taílandi og margar milljónir fugla hafa ýmist drepist eða verið aflífaðir sem liður í aðgerðum til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins.
Fuglainflúensa hefur aldrei greinst í fiðurfénaði á Íslandi.

Sjúkdómurinn getur borist í fólk og dregið fólk til dauða eins og þegar hefur komið á daginn í Víetnam og Tailandi. Enn sem komið er bendir ekkert til þess að veikin berist á milli manna eða að veikt fólk geti smitað fugla.
Til að hindra að fuglainflúensa berist til Íslands hvetur yfirdýralæknir alla þá er ferðast til Asíu til að forðast alla snertingu við fiðurfénað.

Ferðamenn sem koma frá þessum löndum og finna til einhvers lasleika eru hvattir til að leita læknis hið fyrsta.
Yfirdýralæknir mælist til að þeir sem hafa komist í snertingu við fiðurfénað í þessum löndum haldi sig fjarri íslenskum fuglum fyrr en 5 dögum eftir heimkomuna til Íslands.

Engar afurðir alifugla frá Asíu eru fluttar inn hingað til lands hvoki hráar né soðnar.
Hér er að finna reglur sem gilda hér á landi um það hvað ferðamenn mega taka með sér af afurðum dýra, en stranglega bannað er að taka með sér ósoðið kjöt hvaðan sem er úr heiminum.

Sjá meðfylgjandi tilkynningu frá OIE:

Avian Influenza
Serious Concern for the Animal Epidemiological Situation in Thailand
23 January 2004

Outbreaks of Highly Pathogenic Avian Influenza (HPAI) have been recently reported to the OIE by the Republic of Korea, Japan and Vietnam. The occurrence of several human cases caused by Avian Influenza has been confirmed in Vietnam. Most recently Taipei China declared two outbreaks of Low Pathogenic Avian Influenza in Changhwa and Chiayi Prefectures.

The OIE has investigated ongoing rumours about the occurrence of high mortality in birds in Thailand. The official information obtained from the Delegate of Thailand to the OIE on 18 December indicated that the outbreaks observed in chickens were caused by a mixed infection of fowl cholera (Pasteurella multocida type A), and acute pasteurellosis (Pasteurella hemolitica) in the Nong Bua district, Nakhon Sawan Province.

Today, the Thai Public Health Ministry confirmed the occurrence of human cases in Thailand. In the light of these confirmations, it is legitimate to conclude that avian influenza virus could be circulating among avian species. In addition, the OIE was informed that the Delegate of Thailand will soon provide updated information on the animal epidemiological situation.

The OIE recommends to increase surveillance and active search of the disease in birds in Thailand and offers its expertise, through its network of Specialised Reference Laboratories to assist in laboratory diagnosis of the collected samples.


Tæknilegar upplýsingar um fuglainflúensu