TILKYNNINGAR OG FRÓÐLEIKUR

9. janúar 2004

Nýjar reglur um innflutning á matvælum til Bandaríkjanna

Samkvæmt nýjum bandarískum reglum um innflutning á matvælum ber að tilkynna hverja matvælasendingu með rafrænum hætti til Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA). Þegar um er að ræða póstsendingar skal senda slíka tilkynningu (Prior Notice) áður en böggullinn er sendur og skal staðfestingarnúmer sjást utan á bögglinum þegar hann er sendur (sjá ítarlegar leiðbeiningar hér neðar á síðunni).

Vegna mikils álags á heimasíðu FDA síðustu daga hafa komið upp tæknileg vandamál við rafrænu tilkynningarnar. Fyrst um sinn verður tekið vægt á því að reglunum sé ekki framfylgt í hvívetna og engar sendingar hafa verið stoppaðar vegna þessara nýju reglna. Mikilvægt er þó að reyna að fylgja reglunum eins og mögulegt er.

Á reglunum eru þó mikilvægar undantekningar mikilvægar fyrir okkur Íslendinga:

1. Matur sem einstaklingur hyggst taka með sér inn til Bandaríkjanna til eigin nota (þ.e. ekki til sölu eða annarrar dreifingar) er ekki tilkynningarskyldur.

· Óheimilt er að taka með sér eða senda til Bandaríkjanna annað kjöt en lambakjöt.
· Heimilt er að taka með sér allt að 25 kg af lambakjöti.
· Líma þarf sérstakan miða á hverja einingu í sendingunni sem er eins konar heilbrigðisvottorð frá yfirdýralækni.

Límmiðann er hægt að kaupa í öllum helstu matvöruverslunum eða í landbúnaðarráðuneytinu að Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík

2. Matur sem aðeins fer um hafnir Bandaríkjanna, þ.e. sem ætlaður er til neyslu annars staðar en í Bandaríkjunum og fer áfram, án þess að vera leystur úr tolli í Bandaríkjunum, er ekki tilkynningarskyldur.


Rafrænar tilkynningar vegna póstböggla sem innihalda matvæli eða fóður - leiðbeiningar

Rafrænu tilkynninguna má nálgast á vefnum á heimasíðu Matvæla- og lyfjaeftirlitsins:

1. Veljið „Prior Notice System Interface“ Þ „Login“ (blár takki til hægri)
2. Á nýrri síðu veljið „Create New Account“ vinstra megin á síðunni
3. Á nýrri síðu er boðið upp á þrjá valmöguleika. Hakið við „Prior Notice“
4. Á nýrri síðu fyllið inn í reitina eins og beðið er um. Setjið eigið nafn í reitinn þar sem beðið er um nafn fyrirtækis svo að póstsendingin verði ekki send í nafni vinnuveitanda.
5. Athugið að lykilorð (password) þarf að innihalda hástafi, lágstafi, tölustaf og a.m.k. eitt annað tákn. Ágætt er að velja t.d. Jon@220 þ.e. nafn og póstnúmer svo auðvelt sé að muna lykilorðið
6. Skráið hjá ykkur aðgangsorðið sem þið fáið að loknum þessum hluta ásamt lykilorðinu sem þið völduð.
7. Á nýrri síðu veljið „Prior Notice“
8. Á nýrri síðu veljið „Creating a New Web Entry“
9. Veljið „Mail“ í glugganum „Entry type“
10. Hakið við „Not known“ í „Entry Identifier“.
11. Skráið hversu margar tilkynningar þið hyggist senda fyrir þessa sendingu, ath. að senda þarf eina tilkynningu fyrir hvern vöruflokk og framleiðanda.
12. „Submitter“ er sendandi sendingarinnar, „Importer“ viðtakandi hennar.
13. Þegar upplýsingarnar hafa verið vistaðar, veljið „Create Prior Notice“ efst í hægra horninu.
14. Á nýrri síðu sláið inn upplýsingar sem beðið er um. Gætið að því að skrá rétt land framleiðanda ef um erlenda vöru er að ræða.
15. „Harmonized Tariff Schedule (HTS) Code“ er að finna í tollskrá: http://www.tollur.is/tollur/handbok/handbok2/leita.asp
Nota skal fyrstu sex stafina í tollnúmeri vörunnar.
16. Finnið „FDA Product Code“ með því að velja search og velja vöruna skref fyrir skref, þ.m.t. upplýsingar um umbúðir og meðhöndlun vörunnar.
17. Veljið fjölda grunneininga (t.d. 300 ef grömm) og einingu (t.d. grömm, e. grams).
18. Veljið fjölda næstu einingar og teg. einingar, t.d. 1 box.
19. Vistið með því að velja „save“.
20. Á nýrri síðu sláið inn upplýsingar um framleiðanda. Þegar um póstsendingu er að ræða er ekki nauðsynlegt að slá inn svokallað „Food Facility Registration Number“.
21. Vistið með því að velja „save“.
22. Á nýrri síðu veljið „Enter submitter“.
23. Á nýrri síðu veljið „shipper same Facility as submitter“.
24. Á nýrri síðu veljið „submit“ en þann valkost er að finna ofarlega til hægri á síðunni á gráum grunni.
25. Á nýrri síðu skal annað hvort velja „copy“en þann valkost er að finna ofarlega til hægri á síðunni á gráum grunni og vista upplýsingarnar á öruggum stað, eða prenta upplýsingarnar út.
26. Skráið hjá ykkur staðfestingarnúmerið sem er að finna ofarlega á síðunni í reit merktum „confirmation number“.
27. Staðfestingarnúmerið þarf svo að koma fram utan á bögglinum sem senda á með pósti. Ef ekki er sérmerktur reitur fyrir það á umbúðum skal merkja hann á eftirfarandi hátt:
PN Confirmation Number: (númerið)

28. Sendið böggulinn í pósti eins og venjulega.