TILKYNNINGAR OG FRÓÐLEIKUR


12. júlí 2005

Ný einangrunarstöð fyrir gæludýr

Áætlað er að ný einangrunarstöð fyrir gæludýr, Einangrunarstöð Reykjanesbæjar, taki til starfa í Höfnum 1. desember næstkomandi. Stöðin verður tvískipt líkt og í Hrísey, þ.e. dýr verða tekin inn í tveimur hollum í hverjum mánuði. Í öðru hollinu er pláss fyrir 12 hunda og 5 ketti og í hinu er pláss fyrir 14 hunda og 4 ketti. Eigandi stöðvarinnar, Kristín Jóhannesdóttir, veitir allar nánari upplýsingar og tekur á móti pöntunum í síma 421 6949 og 698 0518.

Árið 2004 voru fluttir inn 122 hundar og 27 kettir til landsins. Á milli ára 2003 og 2004 fjölgaði umsóknum um innflutningsleyfi fyrir hunda/ketti um rúmlega 27% (sjá nánar í ársskýrslu embættis yfirdýralæknis 2004).

Nánar um innflutning hunda og katta til Íslands.
Nánar um Einangrunarstöð Reykjanesbæjar.