TILKYNNINGAR OG FRÓÐLEIKUR


27. janúar 2006

Verklagsreglur vegna hvalreka

Hér er hægt að sækja verklagsreglur um aðkomu opinberra aðila þegar hvali rekur á land. Eftirfarandi stofnanir komu sér saman um verklagsreglurnar: Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Embætti yfirdýralæknis, Hafrannsóknastofnun, Ríkislögreglustjóri og Samtök heilbrigðisumdæma.

Aðkoma embættis yfirdýralæknis (nú Landbúnaðarstofnunar) skiptist í eftirfarandi atriði:

  • Ákvörðun um hvor nýta megi kjötið til manneldis
  • Heilbrigðiseftirlit með vinnslustöðvum á hvalkjöti.
  • Ráðgjöf varðandi heilsufarsástand dýra og dýravelferð.
  • Ákvörðun og ráðgjöf varðandi aflífunaraðferðir.

Þegar hval rekur á land og er á lífi eru það starfsmenn Embættis yfirdýralæknis sem
meta heilsufarsástand hvalsins og ef engar líkur eru taldar á að hann geti komist frá
ströndinni þá veita þeir ráðgjöf um aflífun hans og taka ákvörðun um hvort nýta megi
hvalinn til manneldis eða í fóður. Ef nýta má hvalinn til manneldis eða í fóður verður
hann að fara í verkunarstöð sem samþykkt er af starfsmönnum yfirdýralæknis.
Samantekt á aflífunaraðferðum er að finna í verklagsreglum.

Verklagsreglur um aðkomu opinberra aðila þegar hvali rekur á land (pdf)