TILKYNNINGAR OG FRÓÐLEIKUR

31. janúar 2006

Fundir um fuglaflensu

Landbúnaðarstofnun stendur fyrir nokkrum kynningarfundum um fuglaflensu víðsvegar um landið á næstu vikum. Á fundunum verður fjallað um sjúkdóminn, um mat á áhættu að hann berist til landsins, um vöktun farfugla og alifugla og um varnir sem gripið verður til greinist hann hér á landi.

Til stendur að halda fundi á sex stöðum á landinu. Fyrirlesarar eru Jarle Reiersen dýralæknir alifuglasjúkdóma, Auður Lilja Arnþórsdóttir sóttvarnadýralæknir og faraldsfræðingur og Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir í Reykjavík. Með fundarstjórn fer Konráð Konráðsson dýralæknir svínasjúkdóma.

Fundirnir eru fyrst og fremst ætlaðir dýralæknum, eigendum alifugla, alifuglabændum, svínabændum og starfsfólki sem vinnur við alifugla- og svínarækt. Markmiðið er að ná til flestra þessara hagsmunaaðila og kynna fyrir þeim viðbúnað, viðbrögð og aðgerðir sem skipulagðar hafa verið í þessu samhengi. Fundirnir eru þó öllum opnir á meðan húsrúm leyfir.

Fundarstaður Dags. Tími Staðsetning
       
Reykjavík Þriðjud. 7. febrúar Kl. 14-16 Hótel Saga, 2. hæð, salur A
Hvanneyri Fimmtud. 9. febrúar Kl. 14-16 Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, kennslustofa í nýju fjósbyggingunni
     
Blónduós Þriðjud. 14. febrúar Kl. 14-16 Sjálfstæðishúsið Blönduósi
Selfoss Föstud. 17. febrúar Kl. 13-15 Hótel Selfoss, 2. hæð, suðursalur
Akureyri Þriðjud. 21. febrúar Kl. 14-16 Hótel KEA
Höfn, Hornafirði Fimmtud. 2. mars Kl. 13-15 Nýheimar, Litlubrú 2

Dagskrá fundanna

  1. Setning - Konráð Konráðsson dýralæknir svínasjúkdóma.
  2. Fuglaflensa - Jarle Reiersen dýralæknir alifuglasjúkdóma:
    - Einkenni fuglaflensu, áhættumat, vöktun og varnir
  3. Viðbragðsáætlun Landbúnaðarstofnunar við fuglaflensu - Auður Lilja Arnþórsdóttir sóttvarnadýralæknir og Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir.
    - Fjallað verður almennt um viðbragðsáætlanir en einnig hlutverk dýralækna í héraði, hlutverk Landbúnaðarstofnunar, sýnatökur, aflífun, förgun og þrif og sótthreinsun í tengslum við fuglaflensu
  4. Umræður og fyrirspurnir

Nánari upplýsingar veitir Konráð Konráðsson dýralæknir svínasjúkdóma.
Netfang: konkon@bondi.is
Símanúmer: 563 0362 og 893 6567

Sækja dagskrá sem MS Word skjal