ÝMSAR TILKYNNINGAR OG FRÓÐLEIKUR

12. ágúst

Starf eftirlitsdýralæknis laust til umsóknar

Starf efirlitsdýralæknis við embætti héraðsdýralæknis Eyjafjarðar - og Skagafjarðarumdæmis er laust til umsóknar

Upplýsingar um starfið veitir Ólafur Valsson / Ármann Gunnarsson, í síma 460 4455. Umsóknir skulu sendar til Embættis yfirdýralæknis, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, eða með tölvupósti til halldor.runolfsson@lan.stjr.is. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Laun eftirlitsdýralækna eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra við Dýralæknafélag Íslands.