TILKYNNINGAR OG FRÓÐLEIKUR


21. júní 2003

Vefurinn fær nýtt útlit


Vefur embættis yfirdýralæknis, sem tekinn var í notkun í maí 2002, hefur fengið nýtt útlit. Um er að ræða breytingu á uppsetningu auk þess sem nýju efni hefur verið bætt við. Markmiðið er að vefurinn sé aðgengilegur og þægilegur í notkun. Eins og sjá má er vefnum kaflaskipt í meginflokkana "Um embættið", "Tilkynningar", "Matvælaöryggi, "Dýraheilbrigði", "Inn- og útflutningur", "Viðbragðsáætlanir" og "Lög og reglur". Meðal nýjunga má nefna greinasafnið og þar munu sérgreinadýralæknar og aðrir starfsmenn embættisins birta greinar um dýrasjúkdóma og fleira tengt efni. Við hönnun nýs útlits hafa m.a. verið notaðar mælingar, sem hafa verið gerðar á notkun vefsins síðan sl. haust, með það í huga að einfalt sé að finna vinsælar undirsíður.

Ekki er ólíklegt að einhverjir hnökrar verði á vefnum næstu daga og beðist er velvirðingar á óþægindum sem það kann að valda notendum.

 

Til baka á tilkynningar