TILKYNNINGAR OG FRÓÐLEIKUR


12. september 2003

Tilraunadýranefnd

Tilraunadýranefnd er opinber nefnd skipuð af umhverfisráðherra sbr. 16. gr. laga nr. 15/1994 um dýravernd. Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn og í henni sitja Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir og Salvör Nordal, siðfræðingur. Yfirdýralæknir, Halldór Runólfsson, á einnig sæti í nefndinni og er hann formaður hennar.

Nefndin hittist reglulega og tekur til umfjöllunar umsóknir um leyfi til dýratilrauna, leyfi fyrir aðstöðu fyrir tilraunadýra og tilraunastöð. Nefndin starfar samkvæmt 16 gr. laga nr. 15/1994 um dýravernd og reglugerð nr. 279/2002 um dýratilraunir.

Reglugerð um dýratilraunir og umsóknareyðublað um leyfi til dýratilrauna er að finna hér á vef yfirdýralæknis, í kaflanum um Dýraheilbrigði > Dýravernd.

Ritari nefndarinnar, Bergþóra Eiríksdóttir, eftirlitsdýralæknir, svarar fyrirspurnum um mál er varða tilraunadýr. Hægt er að ná tali af Bergþóru miðvikudaga til föstudaga að Keldum í síma: 567 4700, netfang: bergthora.eiriksdottir@lan.stjr.is

Frá og með 27. maí 2003, hefur tilraunadýranefnd heimild frá umhverfisráðuneytinu til að innheimta leyfisgjald fyrir þau leyfi sem nefndin veitir. Fyrir hverja tilraun sem tilraunadýranefnd veitir leyfi fyrir, skal leyfishafi greiða fjárupphæð sem nemur 5000.- krónum og er sú upphæð í samræmi við lög nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs.