TILKYNNINGAR OG FRÓÐLEIKUR


17. september 2003

Sýkingarhætta vegna villtra fugla ?

Á eynni Mön í Danmörku hafa fundist dauðar villiendur sem sýktar voru af 2 tegundum veira, önnur þeirra var s.k. paramyxovirus type 1, sem getur valdið Newcastle Disease, sem er illvígur A-sjúkdómur í alifuglum. Þetta þykir sanna að miklar líkur eru á að orsakir sjúkdóma í eldisfuglum megi rekja til villtra fugla í nágrenninu.
Eldisfuglar hafa ekki sýkst á Mön að þessu sinni, en vert er að minnast þess að ekki er nema ár síðan Newcatle Disease geisaði í Danmörku, sem varð til þess að allur innflutningur hrárra alifuglaafurða til Íslands var stöðvaður.

FRÉTTIN af vef Födevaredirektoratet í Danmörku