TILKYNNINGAR OG FRÓÐLEIKUR


24. september 2003

Meðferð sláturdýra og kjötgæði

Nýtt vefrit, "Meðferð sláturdýra og kjötgæði", hefur verið gefið út á Landbúnaðarvefnum. Vefritið fjallar um meðferð dýra síðustu sólarhringana fyrir slátrun, um aðferðir við aflífun og einnig um meðferð kjöts.

Markmið með útgáfu þessa vefrits er að bæta meðferð sláturdýra og kjöts og þar með að auka velferð dýra og kjötgæði. Ritinu er ætlað að upplýsa aðila sem vinna með sláturdýr um áhrif meðferðar á dýr og afurðir. Einnig er hér að finna upplýsingar um hvernig best sé staðið að sýrustigsmælingum og kælingu kjöts.

Efni vefritsins var unnið af sérfræðingum frá Embætti yfirdýralæknis, Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, Matvælarannsóknum Keldnaholti, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins.

Framleiðnisjóður landbúnaðarins, LBH, Matra, RALA, Rf og Yd styrktu gerð bæklingsins.