GREINASAFN

Sigríður Björnsdóttir dýralæknir varði doktorsritgerð sína: Bone spavin in Icelandic horses - Aspects of predisposition, pathogenesis and prognosis (Spatt í íslenskum hrossum - Áhættuþættir, sjúkdómsferill og horfur), við Dýralæknadeild Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar í Uppsölum þann 7. júní síðastliðinn. Leiðbeinendur voru Dr. Johan Carlsten, Prófessor Peter Lord og Prófessor Stina Ekman. Andmælandi var Prófessor Leo Jeffcott frá Dýralæknadeild Háskólans í Cambridge, Bretlandi.

Ritgerðin byggir á sex vísindagreinum sem lýsa annars vegar tíðni sjúkdómsins í mismunandi aldurshópum íslenska hestsins, eðli hans og þróun og hins vegar greiningu á orsakaþáttum.
Spatt er slitgigt í flötu liðum hækilsins og einn elsti þekkti fótasjúkdómurinn í hrossum.

Faraldsfræðileg rannsókn tók til 614 reiðhrossa sem voru sjúkdómsgreind með röntgenmyndatöku og klínískri skoðun en auk þess voru sýni úr 111 sláturhrossum á aldrinum 6 mánaða 6 vetra skoðuð með vefjameinafræði og röntgenmyndatöku. Öll gagnaöflun fór fram á Íslandi.

Tíðni röntgenbreytinga í flötu liðum hækilsins var 30.3% hjá 6 12 vetra reiðhrossum og svipaða tíðni var að finna á brjóskeyðingu í sömu liðum hjá ungum, ótömdum hrossum, 33.0%. Sterk aldursáhrif komu fram á tíðni þessara breytinga. Sýnt var fram á að spatt dregur úr endingu hrossa, sérstaklega eftir 12 vetra aldurinn. Fyrstu sjúkdómsbreytingarnar eru óháðar notkun hrossanna til reiðar og vinnuálag hafði ekki neikvæð áhrif á þróun sjúkdómsins. Arfgengi sjúkdómsins var metið á bilinu 0.33 0.42 og reyndist mikilvægasti orsakaþátturinn sem skoðaður var.

Abstract - Contents - Appendix 16 KB
Bone spavin in Icelandic horses - Aspects of predisposition, pathogenesis and prognosis 119 KB
High detail radiography and histology of the central intertarsal joint of young Icelandic horses 57 KB
The rate of culling due to bone spavin in Icelandic horses: Survival analysis 101 KB
Heritability of age-at-onset of bone spavin in Icelandic horses estimated by survival analysis 143 KB