DÝRASJÚKDÓMAR

Tilkynningar- og skráningarskyldir dýrasjúkdómar eru skilgreindir í viðaukum við lög nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Viðauki 1A eru svokallaðir A-sjúkdómar, viðauki 1B svokallaðir B-sjúkdómar og viðauki 2 er listi yfir C-sjúkdóma.

Þessi flokkun byggir að hluta til á flokkun alþjóðadýraheilbrigðismálastofnunarinnar (OIE) yfir dýrasjúkdóma þar sem sjúkdómarnir eru flokkaðir eftir því hve alvarlegir þeir eru og til hvaða aðgerða skal gripið komi upp grunur um smitsjúkdóm í dýrum.

A sjúkdómar eru alvarlegir smitandi dýrasjúkdómar sem ekki finnast á Íslandi og komi slíkur sjúkdómur upp skal honum útrýmt svo fljótt sem auðið er. Ekki hefur fundist A sjúkdómur hér á landi síðan 1954 (blöðruþrot í svínum). Sem dæmi um A sjúkdóm má nefna gin- og klaufaveiki.

B sjúkdómar eru tilkynningarskyldir smitandi dýrasjúkdómar og einungis 2 þeirra finnast á Íslandi en það eru riða í sauðfé og garnaveiki í sauðfé og nautgripum. Viðbrögð við B sjúkdómum eru mismunandi, t.d. útrýming eða lögbundin bólusetning.

C sjúkdómar eru smitandi dýrasjúkdómar og margir þeirra landlægir á Íslandi. Þeir eru skráningarskyldir. Dæmi um C sjúkdóma eru Hvanneyrarveiki, hníslasótt og kattafár.

Yfirlit yfir A, B og C sjúkdóma (á viðbragðsvefnum)