INNFLUTNINGUR HUNDA OG KATTA TIL ÍSLANDS

EINANGRUNARSTÖÐ REYKJANESBÆJAR

Áætlað er að Einangrunarstöð Reykjanesbæjar taki til starfa 1. desember 2005. Vegna upplýsinga og pantana er hægt að hafa samband við rekstraraðila í síma 421 6949 eða 698 0518.

Einangrunarstöð Reykjanesbæjar, Höfnum
Símanúmer: 421 6949 og 698 0518  
Faxnúmer: 421 6949  
Veffang: www.einangrun.is (vefur í vinnslu)
Netfang: einangrun@einangrun.biz  
Rekstraraðili: Kristín Jóhannesdóttir  

 

GJALDSKRÁ - HEILDARKOSTNAÐUR VIÐ EINANGRUN (með 24,5% vsk)

  Hundar > 20 kg 165.000
  Hundar < 20 kg 155.000
  Kettir 150.000
   
  Innifalið er flutningur frá flugvelli, fæði, húsnæði, þrif, almenn umhirða, feldhirða auk rannsókna og reglubundnu eftirlitis dýralæknis á meðan dvölinni stendur.
   
  Í tilvikum þegar um er að ræða viðbótarkostnað sem fellur til vegna einstakra dýra s.s ef kalla þarf til dýralækni sérstaklega vegna veikinda dýrs eða ef nauðsynlegt reynist að taka aukalega sýni til rannsókna greiðir eigandi viðkomandi dýrs slíkan kostnað við uppgjör.
   
  Greiðsla skal fara fram sem hér segir: 55.000 mánuði fyrir komu dýrsins til landsins og afgangurinn 12 dögum eftir að einangrun er hafin.
   
  Ef fyrirvaralaust er hætt við innflutning er sá hluti gjaldsins sem greiddur hefur verið, ekki endurkræfur.
   
  Vegna inflúensu í hundum í Bandaríkjunum eru nú tekin sérstök blóðsýni og send til Svíþjóðar í skoðun. Vegna þessa bætist við 20.000 króna aukagjald sem innheimt er fyrir lok einangrunar. Ástæðan fyrir því að þessi sýni eru tekin úr hundum sem koma frá öðrum löndum en Bandaríkjunum er sú að influensusmit er loftborið og ekki hægt að koma í veg fyrir slíkt smit í einangrun. Í hverjum mánuði eru fluttir inn hundar frá Bandaríkjunum sem gætu hugsanlega verið smitaðir og borið veiruna í aðra hunda í stöðinni.
jjjjjjjjj  
jjjjjjjjj Tollur. Hafi eigandi átt dýrið skemur en 12 mánuði ber honum að greiða toll/virðisaukaskatt af kaupverði dýrsins við innflutning. Innflytjendum er skylt að leggja fram tollskýrslu hjá tollstjóra, þ.á.m. vörureikning þar sem fram koma upplýsingar um nöfn og heimili seljanda og kaupanda; útgáfustað- og dag; hvenær sala fór fram og greiðsluskilmála. Þar sem um er að ræða lifandi dýr er gefinn 14 daga greiðslufrestur frá komu dýrsins til landsins. Rekstraraðila einangrunarstöðvar er ekki heimilt af afhenda dýr úr einangrun fyrr en tollur hefur verið greiddur. Hafa skal samband við Sýslumanninn á Keflavíkurflugvelli í síma 425 0666 til að ganga frá greiðslu.
   

KOMUDAGAR 2006

Tekið er á móti dýrum í einangrunarstöðinni einu sinni í mánuði og skulu þau dvelja þar í 28 daga. Um þetta er kveðið í reglugerð nr. 935/2004 um einangrunarstöðvar og sóttkvíar. Þetta er svokallað "allt-inn-allt-út" kerfi - öll dýrin í stöðinni eru þannig á sama stað í ferlinu. Ef eitt dýr greinist með smitsjúkdóm eru öll dýrin meðhöndluð samtímis. Á milli hópa er deildin sótthreinsuð. Þar sem undirbúningur innflutnings er í flestum tilfellum 2-3 mánuðir ættu innflytjendur að geta skipulagt flugferðina tímanlega.

  • Heimsóknir eru í einangrunarstöðina eru ekki leyfðar.

Ath! Eftirfarandi yfirlit segir ekki til um hversu mörg pláss eru laus í hverju holli. Panta verður pláss í síma 698 0518 og fá staðfestingu á bókun (ath!. innflutningsleyfi verður að liggja fyrir þegar pantað er). Nauðsynlegt er að ganga úr skugga um áður en bókað er hvenær dýrið verður tilbúið til innflutnings. Lágmarksaldur fyrir dýr frá löndum án hundaæðis er 5 mánuðir en 7 mánuðir fyrir dýr frá landi með hundaæði. Sjá nánar um innflutningsskilyrði hér.


ATH! Breytingar á komudagsetningum (22. mars 2006)

Vegna framlengingar á einangrun í mars 2006 hafa verið gerðar breytingar á komudagsetningum í apríl-desember.

Holl
KOMUDAGAR BROTTFÖR

3
27. mars (mán) 25. apríl (þri)
MARS
28. mars (þri) 26. apríl (mið)

4
2. maí (þri) 1. júní (fim)
MAÍ
3. maí (mið) 2. júní (fös)
4. maí (fim)  

5
6. júní (þri) 6. júlí (fim)
JÚNÍ
7. júní (mið) 7. júlí (fös)
8. júní (fim)  

6
11. júlí (þri) 10. ágúst (fim)
JÚLÍ
12. júlí (mið) 11. ágúst (fös)
13. júlí (fim)  

FRÁ 12. TIL 28. ÁGÚST VERÐUR STÖÐIN LOKUÐ VEGNA VIÐHALDS

7
29. ágúst (þri) 28. september (fim)
ÁGÚST
30. ágúst (mið) 29. september (fös)
31. ágúst (fim)  

8
3. október (þri) 2. nóvember (fim)
OKT
4. október (mið) 3. nóvember (fös)
5. október (fim)  

9
7. nóvember (þri) 7. desember (fim)
NÓV
8. nóvember (mið) 8. desember (fös)
9. nóvember (fim)  

10
12, desenber (þri) 11. janúar '07 (fim)
DES
13. desember (mið) 12. janúar '07 (fös)
14. desember (fim)