Yfirdýralæknir hefur með höndum yfirumsjón og eftirlit með inn- og útflutningi lifandi dýra, erfðaefnis og búfjárafurða og fylgist með hollustu dýrafóðurs, skv. lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu um dýr.

Dýrasjúkdómar og öruggar afurðir
Meginmarkmið embættis yfirdýralæknis er að tryggja öryggi neytenda bæði hvað varðar íslenskar og innfluttar afurðir. Varnir gegn útbreiðslu búfjársjúkdóma innanlands og útrýming þeirra er eitt af viðamestu verkefnum embættis yfirdýralæknis. Sama gildir um varnir gegn því að nýir búfjársjúkdómar berist til landsins.

Tíðar utanlandsferðir Íslendinga, stóraukinn ferðamannastraumur til landsins og faraldrar stórhættulegra smitsjúkdóma s.s. gin- og kaufaveiki valda því að setja verður reglur um um þá sem koma til landsins erlendis frá og munu komast í snertingu við íslenskan landbúnað.

Sérstaða Íslands með tilliti til dýrasjúkdóma er einstæð í heiminum og hana ber að varðveita með öllum tiltækum ráðum. Íslenskur landbúnaður á allt undir því að það takist að halda íslenskum búfénaði jafn heilbrigðum í framtíðinni eins og hann er í dag. Íslenskir neytendur eiga skýlausa kröfu á því að ávallt verði gætt ítrustu varúðarreglna við innflutning og öryggi íslenskra matvæla og dýra sé gætt, og að neytandinn njóti ávallt vafans.

NÝTT!! Tafla yfir A og B sjúkdóma á Íslandi, Noregi, Nýja-Sjálandi og löndum á EES svæðinu árið 2001 (pdf)

Helstu sjúkdómar sem verið er að verjast
Þeir sjúkdómar sem um ræðir eru allir svokallaðir A- og B-sjúkdómar eins og þeir eru skilgreindir af Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni auk allra smitsjúkdóma í hrossum.

Á Íslandi finnast einungis 2 B sjúkdómar; riða í sauðfé og garnaveiki í sauðfé og nautgripum. Ekki hefur fundist A sjúkdómur hér á landi síðan 1954 (blöðruþrot í svínum).
Auk þess eru landlægir sjúkdómar sem eru hættulegir bæði dýrum og mönnum s.s.
salmonella, campylobacter og E. coli, sem kosta nágrannalönd okkar milljarða árlega.

Nánari upplýsingar um dýrasjúkdóma er að finna hér.

 
   
 
Spurt & svarað um inn- og útflutning matvæla og dýra
   
INNFLUTNINGUR NOTAÐRA VÉLA
OG TÆKJA

INNFLUTNINGUR MEÐ MS. NORRÆNU