INNFLUTNINGUR DÝRA

Umsóknareyðublöð, heilbrigðisvottorð og leiðbeiningarbæklingar

Innflutningsleyfi
Samkvæmt reglugerð nr. 935/2004 um innflutning gæludýra og hundasæðis skal innflytjandi sækja um innflutningsleyfi til landbúnaðarráðuneytisins á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Innflytjandi skuldbindur sig og staðfestir með undirskrift sinni að hlíta í hvívetna öllum þeim fyrirmælum sem landbúnaðarráðherra og yfirdýralæknir setur sem skilyrði til innflutnings og einangrunar.

Einangrun
Öll gæludýr sem heimilað hefur verið að flytja til landsins skulu vera í einangrun í 4 vikur. Sækja þarf um pláss fyrir hunda og ketti í einangrunarstöð (annað hvort í Hrísey eða í Höfnum) en kanínur, nagdýr, búrfuglar, skrautfiskar og vatnadýr verða að vera í heimasóttkví, sem er tekin út af viðkomandi héraðsdýralækni fyrir komu dýrsins.

Heilbrigðisvottorð
Mikilvægt er að huga snemma að þeim kröfum sem gerðar eru um bólusetningar, blóðsýni o.fl. þar sem tiltekinn tími þarf að líða frá því að bólusett er og þar til dýrið má koma til landsins.

Sjá nánari upplýsingar um hverja dýrategund með því að smella á tenglana hér til vinstri.