INNFLUTNINGUR MATVÆLA - upplýsingar fyrir ferðamenn

Grein um innflutning búfjárafurða. Verklagsreglur embættis yfirdýralæknis. Ágúst 2004. (pdf)

Hvaða matvæli má hafa meðferðis til landsins?

Kjöt

Hrátt kjöt - ferðamönnum er óheimilt er með öllu að flytja hrátt kjöt til Íslands. Einungis er heimilt að flytja hrátt kjöt til landsins þegar öllum tilskildum vottorðum skv. 5. og 6. gr. reglugerðar nr. 509/2004 hefur verið framvísað við embætti yfirdýralæknis til umsagnar og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið formlegt innflutningsleyfi.

Soðið kjöt - allt að 3 kíló af soðnu kjöti má hafa meðferðis. Sanna þarf að kjötið sé soðið. Það verður á koma greinilega fram á umbúðum að varan sé soðin, að öðrum kosti er hún álitin ólögleg, verður gerð upptæk af tollgæslu og henni eytt. Óyggjandi merking um suðu getur verið "semicooked", "cooked", "fully cooked" þegar um kjötvörur er að ræða. Niðursoðið kjöt telst vera soðið og er því löglegt. Ekki er nægjanlegt að vara sé t.d. söltuð eða reykt.

Ostar
Hafa má meðferðis allt að 3 kíló af ostum, ef þeir eru sannanlega gerilsneyddir. Það verður á koma greinilega fram á umbúðum að osturinn sé unninn úr gerilsneyddri mjólk, að öðrum kosti er hann talinn ólöglegur, verður gerður upptækur af tollgæslu og honum eytt.

Sjá nánar um innflutning ferðamanna á matvælum

Vottorð fyrir tollafgreiðslu