VOTTORÐ FYRIR TOLLAFGREIÐSLU - HRÁ EÐA ÓSÓTTHREINSUÐ VARA

Við tollafgreiðslu innfluttrar hrárrar eða ósótthreinsaðrar vöru skal skv. 6. grein reglugerðar nr. 509/2004leyfi landbúnaðarráðuneytisins ásamt eftirtöldum vottorðum (skv. 5. grein sömu reglugerðar) liggja fyrir:

a. Opinbert uppruna- og heilbrigðisvottorð.

b. Opinbert vottorð sem staðfestir að dýrum, sem afurðirnar eru af, hafi ekki verið gefin vaxtarhvetjandi efni á eldistímanum.

c. Vottorð sem staðfestir að vörurnar hafi verið geymdar við a.m.k. -18°C í einn mánuð fyrir tollafgreiðslu.

d. Opinbert vottorð sem staðfestir að dýrunum, sem afurðirnar eru af, hafi verið slátrað í sláturhúsum og afurðirnar unnar í vinnslustöðvum, viðurkenndum af Evrópusambandinu, aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins eða bandarískum stjórnvöldum, til útflutnings og/eða sölu innan þessara ríkjasambanda.

e. Opinbert vottorð sem staðfestir að afurðirnar séu lausar við salmonellusýkla.

f. Slátur- og mjólkurafurðir og egg skulu uppfylla ákvæði gildandi reglugerðar um aðskotaefni í matvælum

g. Varan skal merkt í samræmi við gildandi reglur um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla.