VOTTORÐ FYRIR TOLLAFGREIÐSLU - HITAMEÐHÖNDLUÐ VARA

Fyrir tollafgreiðslu við innflutning á hitameðhöndlaðri vöru sbr. 4. grein reglugerðar nr. 416/2002 skal alltaf leggja fram til umsagnar embættis yfirdýralæknis aðflutningsskýrslu ásamt eftirtöldum vottorðum:

a. Opinbert uppruna- og heilbrigðisvottorð.

b. Soðnum sláturafurðum og matvælum, sem ekki eru niðursoðin, fylgi sérstakt opinbert vottorð, sem staðfestir að varan hafi hlotið hitameðferð, þannig að kjarnhiti hafi náð 72°C í 15 sekúndur, sé það ekki staðfest í uppruna- eða heilbrigðisvottorði, sbr. a-lið, eða hafi hlotið sambærilega meðferð að mati yfirdýralæknis.

c. Mjólk og mjólkurafurðum fylgi sérstakt opinbert vottorð sem staðfestir að varan sé gerilsneydd eða unnin úr gerilsneyddri mjólk, sé það ekki staðfest í uppruna- og heilbrigðisvottorði, sbr. a-lið, eða hafi hlotið sambærilega meðferð að mati yfirdýralæknis.

d. Eggjum og eggjaafurðum fylgi sérstakt opinbert vottorð sem staðfestir að varan hafi verið hituð í 65°C í fimm mínútur, sé það ekki staðfest í uppruna- og heilbrigðisvottorði, sbr. a-lið, eða hafi hlotið sambærilega meðferð að mati yfirdýralæknis.

e. Opinbert vottorð sem staðfestir að afurðir séu unnar í afurða-/vinnslustöðvum, viðurkenndum af Evrópusambandinu, aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins eða bandarískum yfirvöldum, til útflutnings og/eða sölu innan þessara ríkjasambanda.

Athugið! Auk aðflutningsskýrslu er um að ræða 3 vottorð; a., e. og annað hvort b., c. eða d., eftir því sem við á.