ÚTFLUTNINGUR DÝRA

Hér er að finna upplýsingar fyrir eigendur og útflytjendur hunda, katta og hrossa um hvað beri að gera áður en dýrin eru flutt úr landi. Veljið dýrategund hér til vinstri.

Embætti yfirdýralæknis hefur ekki upplýsingar í öllum tilfellum um hvaða kröfur mismunandi lönd gera vegna innflutnings dýra og því er mikilvægt að eigendur gæludýra leiti sér upplýsinga hjá dýralæknayfirvöldum viðkomandi lands þegar hugað er að útflutningi. Slíkar upplýsingar kunna að vera aðgengilegar á vefsíðum dýralæknayfirvalda. Sjá tenglasafn.

Ath! Nýjar reglur um útflutning hunda og katta til Evrópusambandslanda tóku gildi 1. október 2004. Sjá nánar hér.