ÚTFLUTNINGUR MATVÆLA - upplýsingar fyrir ferðamenn

Hvað má hafa mikið af íslenskum matvælum meðferðis til útlanda?
Samkvæmt reglum ESB má hver ferðamaður einungis hafa með í farangri sínum matvæli til eigin neyslu, þó ekki meira en 5 kíló eins og tollalög kveða á um, en til Bandaríkjanna mega íslenskir ferðamenn koma með allt að 25 kíló af matvælum.

Mjög mikilvægt er að gæta þess að vörur sem teknar eru með séu greinilega merktar þannig að greinilega komi fram að þær séu úr verslun og í opinberri sölu hér innanlands.

Danir krefjast þess að vörurnar séu unnar í sláturhúsi/mjólkurbúi sem viðurkennd er af ESB.

Embætti yfirdýralæknis tekur ekki ábyrgð á því ef ferðamenn taka með sér meira magn en heimilt er í viðkomandi landi þó vottorð fylgi frá embættinu. Magn umfram leyfileg mörk er á ábyrgð eiganda.


Vottorð með íslensku kjöti til útlanda
Embætti yfirdýralæknis hefur útbúið límmiða sem setja þarf á hverja einstaka einingu, þ.e.a.s. hvert stykki sem tekið er með sér af kjöti og laxi. Sé um stærri sendingar að ræða, eða mörg stykki, eru gefin út sérstök vottorð af embættinu.

ATH! Sérstakar reglur gilda um útflutning matvæla til Bandaríkjanna