EFTIRLIT MEÐ KAMPÝLÓBAKTER Í KJÚKLINGUM

Kampýlóbaktersýkingum í mönnum fjölgaði verulega allt að árið 1999, einkum vegna neyslu ferskra kjúklingaafurða. Í byrjun árs 2000 var sett á laggirnar eftirlitsáætlun með kampýlóbakter í kjúklingaeldi. Tilgangurinn með henni var að beita markvissum aðgerðum til að draga úr kampýlóbaktermengun í kjúklingaafurðum og þannig fækka sýkingum í mönnum.

Upplýsingar um kampýlóbactersýkingar í fólki - á vef landlæknis

Sýnatökur samkvæmt eftirlitsáætlunin fara fram í eldinu 2-5 dögum fyrir slátrun og síðan eru slátursýni rannsökuð úr öllum kjúklingasláturhópum. Slátursýni eru botnlangasýni, tekin af eftirlitsdýralæknunum sem framkvæma kjötskoðun í alifuglasláturhúsum. Árið 2003 voru rannsakaðir 613 kjúklingaeldishópar sem var slátrað í 701 sláturhópi.

Campylobacter mengun í kjúklingum mun minni árið 2005 en 2004

Árið 2005 greindist campylobacter í 10,4% kjúklingarsláturhópa en 19,2% árið áður. Hlutfall jákvæðra kjúklingasláturhópa hefur því aldrei verið lægra síðan eftirlit með Campylobacter hófst í byrjun árs 2000.

 

 

Nánari upplýsingar veitir Jarle Reiersen, dýralæknir alifuglasjúkdóma (s. 585 5100 / jarle@hi.is)