MATVÆLAÖRYGGI

Mjög stór hluti af starfsemi embættis yfirdýralæknis snýr að því að tryggja eins og kostur er að sýklar og aðskotaefni hættuleg mönnum berist ekki í þá með spilltum afurðum dýra. Þetta starf fer fyrst og fremst fram á sjálfum framleiðslubúunum og síðar í vinnslustöðvum.

Eftirlitsstarfsemi embættisins snýr bæði að því að tryggja framleiðsluna vegna innanlandsmarkaðarins og ekki síður vegna útflutnings á landbúnaðarafurðum. Samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli fer embættið með eftirlit og vottun framleiðslustaða sem leyfi hafa til að senda afurðir á erlenda markaði.


Fundargerðir Matvælaráðs

Hrefnuveiðar - ath nýtt 2005

Eftirlitshandbók og eyðublöð


Lög og reglugerðir varðandi matvælaeftirlit

Lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir
Lög nr. 93/1995 um matvæli

Reglugerð nr. 919/2002 um mjólk og mjólkurvörur
Reglugerð nr. 438/2002
um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur
og annarra afurða þeirra
Reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn
Reglugerð nr. 522/1994
um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla