EFTIRLIT MEÐ ELDISFISKI

Dýralæknir fisksjúkdóma sér um gerð sýnatökuáætlunar, sýnatökur og rannsóknir á þeim vegna lyfjaleifa og aðskotaefna í eldisfiski. Þetta eftirlit er nauðsynlegt vegna útflutnings á eldisfiski til Evrópusambandsins.

Fiskistofa sér um eftirlit með meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða samkvæmt lögum nr. 55/1998.