DÝRALÆKNAR Á ÍSLANDI

Yfirdýralæknir er lögskipaður eftirlitsaðili með störfum allra dýralækna á Íslandi. Landbúnaðarráðuneytið veitir dýralæknum starfsleyfi að fenginni jákvæðri umsögn yfirdýralæknis. Sama gildir um bráðabirgðaleyfi sem veitt er dýralæknanemum á lokaári námstíma síns, að því gefnu að þeir starfi undir eftirliti dýralæknis sem hefur starfsleyfi.

Úthlutun læknanúmera er í höndum landlæknisembættisins en yfirdýralæknisembættið heldur skrá yfir dýralækna (og dýralæknanema) sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi.

Frá og með 25. nóvember 2004 var gerð breyting á birtingu dýralæknaskrár hér á vefnum. Breytingin felst í því að ekki verða lengur birt læknanúmer í netskránni. Í staðinn verður uppfærð skrá, með læknanúmerum, send reglulega til þeirra sem hana þurfa að nota, þ.e. apóteka.

Dýralæknaskrá (excel skjal)

Héraðsdýralæknar og aðrir opinberir dýralæknar

Yfirlit yfir dýralækna eftir landshlutum