Yfirdýralæknir er landbúnaðarráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um allt er varðar heilbrigðismál dýra og hollustuhætti við framleiðslu og meðferð búfjárafurða.

Helstu störf og starfsskyldur yfirdýralæknis

  • Yfirstjórn og eftirlit með störfum héraðs-, sérgreina- og annarra dýralækna.
  • Yfirumsjón með heilbrigði dýra.
  • Yfirumsjón með sjúkdómavörnum.
  • Yfirumsjón með forvörnum og fræðslustarfi um búfjársjúkdóma.
  • Yfirumsjón með inn- og útflutningi lifandi dýra, erfðaefnis og búfjárafurða.
  • Yfirumsjón með heilbrigði sláturdýra, heilbrigðiseftirliti í sláturhúsum og framleiðslu mjólkur.
  • Skipulagning, gagnaöflun og skýrslugerð varðandi dýrasjúkdóma.
  • Samskipti við alþjóðastofnanir og önnur yfirdýralæknisembætti.