LEIÐBEININGAR UM FYRSTU VIÐBRÖGÐ VIÐ GRUN

- EFTIRLITSDÝRALÆKNAR

Vakni grunur hjá eftirlitsdýralækni, í samtali við umsjónarmann dýra eða við skoðun á dýrum, um að þau séu haldin sjúkdómi sem er tilkynningarskyldur, skal hann fylgja eftirfarandi reglum:

 1. Tilkynna umsjónarmanni dýranna eða forstöðumanni sláturhúss, eftir því sem við á, munnlega um gruninn og veita fyrirmæli um fyrstu varúðarráðstafanir. Síðan fylla út og afhenda eða senda þeim viðeigandi eyðublöð. Eyðublað til forstöðumanns sláturhúss. Eyðublað til umsjónarmanns dýra.
 2. Tilkynna héraðsdýralækni munnlega um gruninn án tafar. Síðan fylla út og afhenda eða senda honum viðeigandi eyðublað.
 3. EKKI FARA Á STAÐINN nema að fengnu leyfi héraðsdýralæknis.
  EKKI YFIRGEFA STAÐINN nema að fengnu leyfi héraðsdýralæknis.
 4. Fara að fyrirmælum héraðsdýralæknis um aðgerðir, sýnatökur eða rannsóknir.
 5. Sé um að ræða grun um mjög smitandi sjúkdóm, skal dýralæknirinn, eftir því sem við á:
 • Fyrirskipa einangrun allra dýra á staðnum.
 • Banna flutning dýra til og frá staðnum.
 • Banna brottflutning dýraafurða, dýrahræja, úrgangs, fóðurs og alls annars sem smitið getur borist með.
 • Setja skilyrði um aðgang fólks að og brottför þess af staðnum, í samráði við héraðsdýralækni.
 • Tryggja sótthreinsun eigin bifreiðar, tækja, áhalda og fatnaðar þegar hann yfirgefur staðinn.

Eyðublöð fyrir eftirlitsdýralækna: