LEIÐBEININGAR UM FYRSTU VIÐBRÖGÐ VIÐ GRUN

- STARFSFÓLK RANNSÓKNARSTOFA

Vakni grunur hjá starfsmanni rannsóknarstofu, við krufningu á hræjum eða rannsókn á sýnum, um að dýrin sem hræin eða sýnin tilheyra, séu eða hafi verið haldin sjúkdómi sem er tilkynningarskyldur, skal hann fylgja eftirfarandi reglum:

  1. Tilkynna héraðsdýralækni og viðkomandi sérgreinadýralækni, ef við á, munnlega um gruninn án tafar. Síðan fylla út og afhenda eða senda þeim viðeigandi eyðublöð.
  2. Fara að fyrirmælum héraðsdýralæknis um aðgerðir og nánari rannsóknir.
  3. Gera þær varúðarráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að fyrirbyggja smithættu frá hræjunum eða sýnunum.


Eyðublöð fyrir starfsfólk rannsóknarstofa