LEIÐBEININGAR UM FYRSTU VIÐBRÖGÐ VIÐ GRUN

- YFIRDÝRALÆKNIR

Berist yfirdýralækni tilkynning um grun um tilkynningarskyldan sjúkdóm skal hann fylgja eftirfarandi reglum:

 1. Tilkynna ráðherra munnlega um gruninn án tafar. Síðan fylla út og afhenda eða senda honum viðeigandi eyðublað.
 2. Kalla saman smitsjúkdómanefnd eða fisksjúkdómanefnd, eftir því sem við á, og setja upp stjórnstöð, sbr. reglugerð um viðbrögð við smitsjúkdómum.
 3. Tilkynna, með viðeigandi eyðublaði, þeim aðilum í landinu um gruninn, sem hann telur þörf á, s.s.:
  - dýralæknum
  - lögreglu
  - fjölmiðlum
  - Bændasamtökum Íslands
  - Landssambandi sláturleyfishafa
  - Landlæknisembætti
  - aðfangaeftirliti
  - fóðurstöðvum
  - rannsóknarstofum / prófunarstofum
  - Umhverfisstofnun
 4. Mæla fyrir um bann-, varnar- og eftirlitssvæði og aðrar sértækar aðgerðir í samráði við smitsjúkdómanefnd, sbr. reglugerð um viðbrögð við smitsjúkdómum
 5. Mæla fyrir um nánari rannsóknir í samráði við smitsjúkdómanefnd.


Eyðublöð fyrir yfirdýralækni