FUGLAFLENSA

ORSÖK

Flokkun smitefnis

 • Inflúensuveira af stofni A, sem tilheyrir Orthomyxoviridae fjölskyldunni og ættkvíslinni Influenzavirus.
 • Veldur alvarlegri fuglaflensu (Highly Pathogenic Avian Influenza, HPAI) og/eða vægri fuglaflensu (Low Pathogenic Avian Influenza, LPAI)
 • Flokkast eftir H og N mótefnavökum.
 • Allar tegundir af H (H1-H16) og N (N1-N9) -inflúensaveirum hafa greinst í fuglum, en oftast eru það H5 og H7 sem valda bráðri fuglaflensu.

Viðnámseiginleikar

  Hitastig Þolir ekki 56°C í 3 tíma eða 60°C í 30 mínútur.
  SýrustIg (pH) Þolir ekki súrt sýrustig.
  Efni Þolir ekki oxandi efni, natríum dodecyl sulfat, fituleysa og ß-propiolactone.
  Sótthreinsiefni Þolir ekki formalín og joðsambönd.
  Umhverfisþol Þolir vel kulda og getur lifað lengi í vef, saur og vatni.

FARALDSFRÆÐI

Bráðsmitandi

Móttækilegar dýrategundir

 • Alvarleg fuglaflensa (HPAI) greinist oftast í hænsnfuglum og kalkúnum.
 • Talið er að fuglaflensuveirur geti smitað allar fuglategundir, en þær sýna misalvarleg einkenni.
 • Fulgaflensuveirur geta einnig smitað menn og svín.

Smitdreifing

 • Bein snerting við sýkta fugla eða líkamsvökva þeirra, einkum saur.
 • Mengað fóður, vatn, áhöld og vinnuföt.
 • Einkennalausir sundfuglar og sjófuglar geta borið nýsmit í alifugla.
 • Brotin egg geta smitað kjúklinga í útungunarvélum.

Smituppspretta

 • Saur og slím úr öndunarfærum
 • Fuglaflensuveirur geta lifað lengi í saur, vefjum og vatni.

Útbreiðsla

 • Væg fuglaflensa (LPAI) finnst um allan heim.
 • Fuglaflensaveirur af H5 og H7-gerð hefur greinst af og til í villtum fuglum í Evrópu og annars staðar í heiminum. Faraldur vegna alvarlegrar fuglaflensu (aðallega HPAI-H5N1) geisar nú í SA-Asíu og hefur sá faraldur breiðst út til vestur allt til austurhluta Evrópu. Árið 2003 kom upp faraldur (H7N7) í Hollandi og árið 2004 í Kanada (H7N7). Nýlega hafa einnig komið upp faraldrar í Ástralíu, Pakistan og Mexikó.
 • Vísbendingar eru um að inflúensuveirur sem valda vægri fuglaflensu (LPAI), einkum af gerð H5, geti stökkbreyst og valdið alvarlegri einkennum.

SJÚKDÓMSGREINING

Meðgöngutími er 3-5 dagar.

Klínísk einkenni

 • Alvarleg deyfð og lystarleysi.
 • Veruleg fækkun eggja hjá varpfuglum.
 • Bjúgur í andliti ásamt þrota og bláma á kamb og sepum.
 • Depilblæðingar á yfirborði innri líffæra.
 • Bráðadauði allt að 100%.
 • Veiruræktun nauðsynleg fyrir endanlega greiningu.

Meinafræðilegar breytingar í hænsnfuglum

 • Í bráðatilfelli getur meinafræðilegar breytingar vantað.
 • Alvarleg blóðfylling í vöðva.
 • Vessaþurrð.
 • Bjúgur í undirhúð á haus og hnakka.
 • Nefrennsli og slefa.
 • Alvarleg blóðfylling í augnslímhúð, stundum depilblæðingar.
 • Mikið slím í barka eða alvarleg barkabólga með blæðingum.
 • Depilblæðingar á brjóstbeini, á kviðhimnu, í kviðfitu og kviðarholi.
 • Alvarleg blóðfylling í nýrum og stundum þvagsýruútfellingar í nýrnapíplum.
 • Blæðingar og rýrnun á eggjastokkum.
 • Blæðingar í slímhimnu kirtlamagans (proventriculus), einkum á samskeytum hans og fóarnins (gizzard).
 • Blæðingar og sár á slímhimnu fóarnins (gizzard).
 • Blæðingar í eitlum í garnahengi.

Meinafræðilegar breytingar eru svipaðar í kalkúnum, en oftast ekki jafn augljósar. Endur sem smitast hafa af fuglaflensu geta verið án klíniskra einkenna og meinafræðilegra breytinga.

Mismunagreining

 • Fuglakólera (Fowl cholera af völdum Pasturella Multocida).
 • Newcastle veiki, af bráðagerðinni (Velogenic Newcastle disease).
 • Öndunarfærasýkingar, einkum smitandi kverka- og barkabólga (Infectious laryngotracheitis, ILT).

Greiningaraðferðir og sýnatökur

Aðferðir

Greining veiru:

Sá smitefni í frjóguð hænsnaegg sem hafa verið 9-11 daga í útungun, og því næst:

 • Sýna rauðkornakekkjun (haemagglutination).
 • Ónæmisdreifipróf (immunodiffusion) til að staðfesta tilvist inflúensu A veiru.
 • Greining á undirflokki með monospecific mótefni.
 • Vírúlens-ákvörðun: Ákvarða IVPI-staðallinn í 4-8 vikna kjúklinga (IVPI = intravenous pathogenicity index).

Blóðpróf

 • Haemagglutination og haemagglutination inhibition próf.
 • Agar gel immunodiffusion.

Sýni

Greining á veiru
 • Stroksýni úr koki eða endaþarmi (eða saur) á lifandi fuglum.
 • Safnsýni úr líffærum eða saur úr dauðum fuglum.

Blóðpróf

 • Blóðsermi.

VARNIR OG VIÐBRÖGÐ

Engin meðhöndlun er möguleg.

Sjúkdómavarnir

 • Meina samgang milli alifugla og villtra fugla, einkum sundfugla.
 • Meina alifuglum með óþekkta sjúkdómastöðu aðgang að búi.
 • Takmarka aðgengi fyrir fólk að fuglum.
 • Fullnægjandi aðferðir við þrif og sótthreinsun.
 • Mælt er með “allt inn-allt út”-kerfi fyrir alifuglabú, þ.e. aðeins einn aldurshópur á hverju búi.

Viðbrögð þegar fuglaflensu verður vart

 • Allir fuglar á viðkomandi búi eru drepnir.
 • Hræjum, undirburði, áburði og því um líku er fargað.
 • Nákvæm þrif og sótthreinsun.
 • Bannsvæði og eftirlitssvæði eru ákvörðuð og reglur um þær settar.
 • Nákvæmar faraldsfræðilegar rannsóknir eru framkvæmdar, þar sem reynt er að rekja smituppruna og hugsanlegt smit á önnur bú.
 • Eftirlit er viðhaft á bann- og eftirlitssvæðum.
 • Endurnýjun alifugla má ekki fara fram fyrr en eftir að lágmarki 21 dagur er liðinn eftir fullnægjandi þrif og sótthreinsun.

Fyrirbyggjandi aðgerðir með bólusetningum

Hingað til hefur verið litið svo á að bólusetning sé ekki rekstrarlega hagkvæm aðferð í alifuglarækt, vegna þess að sumir bólusettir fuglar geti sýkst og smitað aðra fugla. Hinsvegar hefur dautt bóluefni verið notað í Pakistan og Mexikó til að hefta útbreiðslu fuglaflensusmits þarlendis.

HEIMILDIR OG UPPLÝSINGAR

OIE. (2002). International Animal Health Code. http://www.oie.int

Staðreyndir um fuglaflensu (pdf)